Fótbolta- og hlaupaveisla í borginni í næstu viku
Vestri mætir Val í úrslitaleik bikarkeppni karla í fótbolta á Laugardalsvelli föstudaginn 22. ágúst og hvetur Ísafjarðarbær alla Vestfirðinga nær og fjær til að fjölmenna og styðja liðið til sigurs. Daginn eftir, laugardaginn 23. ágúst, fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka þar sem fjölmargir Vestfirðingar eru skráðir til leiks, sumir þeirra til styrktar vestfirskum góðgerðarfélögum. Ísafjarðarbær sendir þessum hlaupurum sérstakar stuðningskveðjur og vonar að þeir íbúar sem verða á svæðinu mæti og hvetji hlauparana áfram.
15.08.2025
Fréttir
Lesa fréttina Fótbolta- og hlaupaveisla í borginni í næstu viku