Merki (logo) og hönnunarstaðall

Byggðarmerki Ísafjarðarbæjar sýnir bát á siglingu á sjávarfleti, til beggja handa eru há Vestfjarðafjöllin en úti fyrir firðinum er miðnætursólin að hníga til viðar.
Merkið var teiknað af Halldóri Péturssyni listmálara og tekið í notkun árið 1966, á 100 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar. Það var uppfært af Pétri Halldórssyni myndlistarmanni árið 2011.
Reglur um notkun á byggðarmerki Ísafjarðarbæjar
Merki Ísafjarðarbæjar á vektora-formi
- Merki Ísafjarðarbæjar (svg)
- Merki Ísafjarðarbæjar með texta undir (svg)
- Merki Ísafjarðarbæjar með texta til hliðar (svg)
- Merki fyrir dökkan bakgrunn (svg)
- Merki fyrir dökkan bakgrunn með texta undir (svg)
- Merki fyrir dökkan bagrunn með texta til hliðar (svg)
Hönnunarstaðall
Hönnunarstaðall Ísafjarðarbæjar er regluverk um útlit alls efnis sem frá sveitarfélaginu kemur. Í staðlinum má meðal annars finna ítarlegri leiðbeiningar og útfærslur á notkun merkis sveitarfélagsins og upplýsingar um leturgerðir og litaval í kynningarefni og merkingum. Þar eru merki og aðrir grafískir þættir á vektoraformi.
Staðlinum er ætlað að samræma ímynd sveitarfélagsins, bæði gagnvart íbúum og starfsfólki. Samræmd ímynd sýnir að allar einingar sveitarfélagsins eru hluti af einni heild.
Staðlaðar leturgerðir, litir og merkingar gera fólki auðveldara að þekkja og treysta efni sem kemur frá sveitarfélaginu. Það eykur einnig skilvirkni þegar nýtt efni er búið til.