Íþróttir

thingeyri_ithrottahus.jpg

Aðstaða til íþróttaiðkunar í Ísafjarðarbæ er fjölbreytt en í sveitarfélaginu eru til dæmis fimm íþróttamiðstöðvar, fjórar sundlaugar, sparkvellir og stórir fótboltavellir á Torfnesi.

Skíðasvæði eru í Tungudal og Seljalandsdal, og góðar göngu- og hjólaleiðir liggja um allt svæðið.

Íþróttastarf

Upplýsingar um starf og æfingar íþróttafélaga í Ísafjarðarbæ má finna í íbúahandbókinni Lífið í Ísafjarðarbæ

Sund- og skíðakort

Íbúar geta nýtt sér hagstæð árskort í sund og skíðasvæði með möguleika á aukaafslætti. Sund- og skíðakort er hægt að kaupa rafrænt á kort.isafjordur.is.

Íþróttaskóli Ísafjarðarbæjar

Börnum í 1.-4. bekk býðst að skrá sig í íþróttaskóla Ísafjarðarbæjar þar sem þau fá grunnþjálfun ásamt þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði hjá íþróttafélögum á eldri stigum.

Aðstaða til íþróttaiðkunar

Fimm íþróttahús eru í sveitarfélaginu. Tvö eru á Ísafirði; lítill salur í sama húsi og Sundhöll Ísafjarðar við Austurveg og stórt íþróttahús á Torfnesi. Á Suðureyri og Flateyri eru íþróttahús við hlið grunnskólanna, en á Þingeyri er íþróttasalurinn í sama húsi og sundlaugin. Á þessum þremur stöðum (Suðureyri, Flateyri og Þingeyri) rekur Ísafjarðarbær líkamsræktarsali, en á Ísafirði er slík aðstaða í einkarekstri.

Sparkvellir eru alls sjö í sveitarfélaginu og er þeim dreift víða; tveir eru á Ísafirði, tveir á Suðureyri, einn í Hnífsdal, einn á Flateyri og einn á Þingeyri. Þar að auki eru tveir stórir fótboltavellir á Torfnesi á Ísafirði.

Svigskíðasvæði er í Tungudal á Ísafirði og gönguskíðasvæði á Seljalandsdal, næsta dal fyrir ofan. Allar upplýsingar um opnunartíma og færi skíðasvæðanna má finna á www.dalirnir.is.

Mjög góð aðstaða er til hlaupa og hjólreiða í öllu sveitarfélaginu og má nefna sem dæmi að göngu- og hjólaleið er alla leið frá Bolungarvík og inn í Holtahverfi á Ísafirði, alls um 19 kílómetra leið í rótum brattra fjalla. Ágætt yfirlit yfir gönguleiðir er á kortasjá Ísafjarðarbæjar.

Ísafjarðarbær hvetur íbúa til íþróttaiðkunar, m.a. með lágum verðum á árskortum. Hægt er að fá aukaafslátt með því að kaupa saman árskort í sund og á skíðasvæði. Upplýsingar um verð eru í gjaldskrám.