Um Ísafjarðarbæ
Ísafjarðarbær varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum; Þingeyrarhrepps, Mýrahrepps, Mosvallahrepps, Flateyrarhrepps, Suðureyrarhrepps og Ísafjarðarkaupstaðar.
Sameinað sveitarfélag er hið langstærsta á Vestfjörðum og íbúafjöldi 1. janúar 2025 var 3.989 manns, sem er liðlega helmingur allra Vestfirðinga.
Þéttbýliskjarnar í Ísafjarðarbæ eru Flateyri, Hnífsdalur, Ísafjörður, Suðureyri og Þingeyri.