Um Ísafjarðarbæ
Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélag Vestfjarða. Íbúafjöldi þann 1. janúar 2025 var 3.989 manns, sem er liðlega helmingur allra Vestfirðinga.
Þéttbýliskjarnar í Ísafjarðarbæ eru Flateyri, Hnífsdalur, Ísafjörður, Suðureyri og Þingeyri.
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.
Ísarfjarðarbær er fjölskylduvænt sveitarfélag með fjölbreyttu mannlífi og ríku menningarlífi. Tækifæri til íþróttaiðkunar og útivistar eru fjölmörg.
Sveitarfélagið varð til árið 1996 við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum:
- Þingeyrarhrepps
- Mýrahrepps
- Mosvallahrepps
- Flateyrarhrepps
- Suðureyrarhrepps
- Ísafjarðarkaupstaðar
Fyrirferðarmestu atvinnugreinarnar í sveitarfélaginu eru sjávarútvegur, ferðaþjónusta og önnur þjónustustörf.

Flateyri

Hnífsdalur

Ísafjörður

Suðureyri

Þingeyri