Viðtalstímar starfsfólks

Opið er fyrir rafrænar tímabókanir á viðtalstímum hjá starfsfólki velferðarsviðs og umhverfis- og eignasviðs. Þannig geta íbúar sjálfir fundið hentugan viðtalstíma milliliðalaust. Einnig er hægt að bóka tíma í gegnum síma 450 8000 fyrir þau sem það kjósa.

Bókunarvefur velferðarsviðs

 Bókunarvefur umhverfis- og eignasviðs

Velferðarsvið

Viðtalstímar eru í boði hjá starfsfólki velferðarsviðs alla virka daga milli kl. 13:00 og 15:00. Hægt er að bóka bæði stað- og fjarfund í gegnum bókunarvefinn og hægt að velja viðkomandi starfsmann eftir því hvert erindið er.

Nánar má lesa um þjónustu velferðarsviðs með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:

Umhverfis- og eignasvið

Viðtalstímar eru í boði hjá starfsfólki umhverfis- og eignasviðs alla virka daga milli kl. 13:00 og 15:00. Tímabókanir hjá starfsfólki sviðsins tryggja að hægt sé að veita þá þjónustu sem óskað er eftir á sem sneggstan hátt, því þannig getur starfsfólk undirbúið fundinn og fundið til öll viðeigandi gögn.

Eins og á velferðarsviði er hægt að bóka bæði stað- og fjarfund í gegnum bókunarvefinn og hægt að velja viðkomandi starfsmann eftir því hvert erindið er.

Nánar má lesa um þjónustu umhverfis- og eignasviðs með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan: