Þjónusta umhverfis- og eignasviðs
Viðtalstímar
Hægt er að bóka viðtalstíma hjá starfsfólki umhverfis- og eignasviðs. Þannig getur starfsfólkið undirbúið fundinn og fundið til öll viðeigandi gögn, auk þess sem það tryggir að fólk fái þá þjónustu sem óskað er eftir. Ekki er hægt að mæta á tæknideildina án þess að gera boð á undan sér.
Viðtalstímar eru alla virka daga milli kl. 13:00 og 15:00.
Tímapantanir fara fram á bókunarvef eða með því að hringja í 450 8000.
Gagnlegar upplýsingar
Lóðamörk
Þekkt og staðfest lóðamörk er hægt að finna inni á kortasjá Ísafjarðarbæjar. Á kortavefnum er hakað í kassann „Landeignaskrá Þjóðskrár“ í glugganum hægra megin. Ef lóðamörk eru ekki til staðar í kortasjánni þarf líklega að fara sérstaklega í þá vinnu að gera lóðamörk. Hægt er að óska eftir því að það verði gert með því að senda tölvupóst á bygg@isafjordur.is en hafa skal í huga að verkið getur tekið dálítinn tíma.
Teikningar
Margar samþykktar teikningar, ásamt lagnateikningum innanhúss eða utanhúss, er að finna í kortasjánni. Með því að haka í „Teikningar af byggingum“ og „Veitur“ má sjá allar teikningar sem skráðar eru í gagnagrunninn. Ef engar teikningar birtast má senda inn fyrirspurn um þær á bygg@isafjordur.is.
Sláttur og snjómokstur
Upplýsingar um fyrirkomulag grassláttar og snjómoksturs má finna á kortasjánni með því að haka í boxið „Umhirða“ en þar undir er hægt að skoða flokka umhirðu nánar.
Þarf ég byggingarleyfi fyrir þessu?
Ein algengasta fyrirspurn til byggingarfulltrúa er hvort þurfi byggingarleyfi fyrir framkvæmdum eða hvort tilkynna þurfi framkvæmd. Til að fá svar við því er einfaldast að senda fyrirspurn með greinargóðri lýsingu á verkinu á bygg@isafjordur.is.
Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um byggingarleyfi er tvíþætt. Annars vegar þarf að samþykkja að byggingaráformin (aðalteikningarnar) uppfylli allar lagalegar kröfur sem gerðar eru til framkvæmdarinnar. Hins vegar er byggingarleyfi útgefið og heimild til framkvæmda veitt, þegar búið er að skrá ábyrgðaraðila framkvæmdar (byggingarstjóri og iðnmeistari) og greiða álögð gjöld. Áður en byggingarvinna hefst þurfa að liggja fyrir samþykktir séruppdrættir af uppbyggingu og útfærslu verksins. Samþykkt byggingarleyfisumsókn segir einungis til um það hvort áform um framkvæmd uppfylli lagalegar kröfur. Hún veitir ekki heimild til framkvæmda, til þess þarf að liggja fyrir formlega útgefið byggingarleyfi.
Stöðuleyfi
Stöðuleyfi eru aðeins veitt til eins árs í senn og umsækjendur geta ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu.
Deiliskipulag
Umsóknir um framkvæmdir, stórar sem smáar, sem eru fyrir utan deiluskipulag og/eða byggingareit þurfa að vera sendar á byggingarfulltrúa sem kemur umsókninni á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar.