Dýrahald í Ísafjarðarbæ

iceland-dog-1957821_1280.jpg

Hunda-, katta- og hænsnahald er leyft í Ísafjarðarbæ að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem kveðið er á um í samþykkt um hunda- og kattahald. Sækja þarf sérstaklega um leyfi fyrir hunda- og kattahaldi. Einnig þarf að sækja um leyfi fyrir hænsnahaldi samkvæmt samþykkt um búfjárhald. Eigendur og umráðamenn skulu gæta þess vel að dýr þeirra valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró fólks.

Hér að neðan eru helstu reglur og skilyrði útlistuð en tæmandi lista má finna í samþykktum.

Hundahald í Ísafjarðarbæ

Eigendum skráðra hunda býðst árleg hreinsun sem er innifalin í leyfisgjaldi. Hreinsunin fer fram seint á haustin og er auglýst með frétt hér á vef Ísafjarðarbæjar og á Facebook-síðu bæjarins.

Umsókn um leyfi til hundahalds
Afskráning hunds

  • Ekki er heimilt að halda fleiri en þrjá hunda á sama heimili, séu þeir eldri en 16 vikna. Umhverfis- og framkvæmdanefnd er heimilt að víkja frá skilyrði um fjöldatakmörkun sé um að ræða hunda sem notaðir eru til löggæslu- eða björgunarstarfa og minkahunda, svo og fyrir hunda sem að læknisráði eru notaðir til aðstoðar fötluðu fólki.
  • Eigendum og umráðamönnum hunda er ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.
  • Taumskylda er í Ísafjarðarbæ nema annað sé tekið fram og skal virða hana.
  • Aðeins er heimilt að tjóðra hunda utandyra í undantekningartilvikum og þá einungis undir eftirliti í stuttan tíma í senn. Þegar hundur er í festi á lóð skal lengd festarinnar við það miðuð að þeir sem eiga réttmætt erindi inn á lóðina geti óhindrað farið um lóðina.
  • Hafi eigandi eða umráðamaður ástæðu til að ætla að hundur hans sé grimmur eða varasamur skal hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis síns.

Samþykkt um hundahald í Ísafjarðarbæ

Kattahald í Ísafjarðarbæ

Umsókn um leyfi til kattahalds

  • Gelda skal alla fressketti þegar þeir hafa náð 6 mánaða aldri, nema þeir séu notaðir til ræktunar.
  • Kattaeigendum og umráðamönnum ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma 1. maí til 31. ágúst, eftir því sem tök eru á, meðal annars með því að hengja bjöllur á hálsólar katta og halda þeim innandyra að næturlagi, frá kl. 24.00 að nóttu til kl. 07.00 að morgni.

Samþykkt um kattahald í Ísafjarðarbæ

Hænsnahald í Ísafjarðarbæ

Umsókn um leyfi til hænsnahalds

  • Bæjarstjórn getur veitt leyfi til að halda allt að 10 hænur í öruggu aðhaldi í þéttbýli, en hanar eru þar með öllu bannaðir.
  • Sá sem vill stunda hænsnahald í þéttbýli skal senda skriflega umsókn til sveitarfélagsins á þar til gerðu eyðublaði.
  • Í umsókninni skal gera grein fyrir fjölda hænsna sem halda skal, tegund hænsnfugla, hvaða húsnæði er til umráða og öðru sem máli kann að skipta fyrir öryggi þeirra og vörslu.

Frístundabúskapur

Umsókn um leyfi fyrir frístundabúskap

Um frístundabúskap (búfjárhald utan lögbýla) gilda reglur sem hægt er að lesa um í 7. gr. samþykktar um búfjárhald í Ísafjarðarbæ.

Dýralæknar

Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við Helgu Sigríði Viðarsdóttur dýralækni um að sinna dýralæknaþjónustu á þjónustusvæði 3 sem nær yfir Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp, frá og með 28. maí 2022.

Á Ísafirði starfrækir Helga Dýralæknastofu Helgu, s. 8965205.

Sigríður Sigurjónsdóttir starfrækir dýralæknaþjónustu SISVET á Ísafirði, s. 456 3350.

Upplýsingar um sjálfstætt starfandi dýralækna fyrir neyðartilvik.