Grunnskólaaldur
Börnum á grunnskólaaldri stendur til boða fjölbreytt þjónusta og stuðningur í Ísafjarðarbæ.
Fjórir grunnskólar eru í Ísafjarðarbæ; á Flateyri, Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri.
Dægradvöl og íþróttaskóli er í boði fyrir 1.-4. bekk og félagsmiðstöðvar fyrir unglingastig.
Börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafa aðgang að samþættri þjónustu, sem hefur það að markmiði að ramma inn þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna.