Farsæld barna
Það er mikilvægt að börn og foreldrar fái viðeigandi stuðning þegar á þarf að halda. Stuðningurinn þarf að koma á réttum tíma og frá réttum aðilum.
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hafa það að markmiði að öll börn og foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda hafi greiðan aðgang að samþættri þjónustu frá ríki og sveitarfélögum. Lögin leggja áherslu á snemmtækan stuðning og samstarf milli stofnana til að tryggja velferð barna.
Hvað þýða lögin?
- Samþætt þjónusta: Stofnanir vinna saman til að tryggja að börn fái þá aðstoð sem þau þurfa.
- Snemmtæk íhlutun: Ef barn þarf stuðning, á að veita hann strax, frekar en að bíða eftir að vandinn stækki.
- Stigskipting þjónustu: Börn fá aðstoð á þremur mismunandi þjónustustigum, allt eftir þörfum hvers og eins.
- Ábyrgð sveitarfélaga: Ísafjarðarbær og aðrar stofnanir vinna saman að velferð barna með markvissu eftirliti og stuðningi.
Markmiðið er að tryggja að ekkert barn falli á milli kerfa og að aðstoð sé veitt þegar hennar er þörf.
Samþætting þjónustu
Skólar, velferðarsvið og heilbrigðisstofnanir vinna saman til að geta brugðist hratt við þegar barn er í erfiðum aðstæðum og þarf stuðning.
Þessar stofnanir:
- Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu.
- Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur.
- Hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra.
Sótt er um samþættingu þjónustu með því að óska eftir viðtali við tengilið sem metur í samráði við foreldra/barn þjónustuþörfina og kemur máli í feril.
Stigskipting þjónustu
Þjónusta fyrir börn er veitt á þremur þjónustustigum. Gott er að hafa í huga að þjónustan er stigskipt en ekki mál barnsins sem slíkt. Þannig geta börn fengið þjónustu á fleiri en einu þjónustustigi.
1. stig
Fyrsta stigið skiptist í tvö undirstig – grunnþjónustu og fyrsta stigs þjónustu. Grunnþjónusta er aðgengileg öllum börnum í ungbarnavernd, leik-, grunn- og framhaldsskólum.
2. stig
Á öðru stigi er veittur einstaklingsbundinn og markvissari stuðningur en sá sem veittur er á fyrsta stigi.
3. stig
Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin. Barn sem nýtur þjónustu á þessu stigi hefur að jafnaði flókinn og fjölþættan vanda og mikla umönnunarþörf.
Tengiliðir
Tengiliður skal vera aðgengilegur öllum börnum og foreldrum og hefur hann viðeigandi þekkingu til að vera innan handar og aðstoða við að sækja viðeigandi þjónustu við hæfi. Þannig geta foreldrar og börn leitað til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir allt þjónustukerfið.
Grunnskólar
Grunnskólinn á Ísafirði
Berglind Árnadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu
Helga Elísabet Aðalsteinsdóttir, deildarstjóri yngsta stigs
Helga S. Snorradóttir, aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri miðstigs
Iwona Maria Samson, sérkennari
Jón Hálfdán Pétursson, deildarstjóri unglingastigs,
Magnúsína Laufey Harðardóttir, sérkennari
Sóley Veturliðadóttir, þroskaþjálfi
Grunnskólinn á Suðureyri
Vilborg Ása Bjarnadóttir, skólastjóri
Grunnskólinn á Þingeyri
Erna Höskuldsdóttir, skólastjóri
Grunnskóli Önundarfjarðar
Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir, skólastjóri
Leikskólar
Leikskólinn Sólborg
Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri
Jenný Jensdóttir, aðstoðarleikskólastjóri
Leikskólinn Tangi
Jóna Lind Kristjánsdóttir, leikskólastjóri
Ingibjörg Svavarsdóttir, deildarstjóri
Leikskólinn Eyrarskjól
Ingibjörg Einarsdóttir, leikskólastjóri
Svana K. Guðbjartsdóttir
Leikskólinn Tjarnarbær
Svava Rán Valgeirsdóttir, leikskólastjóri
Leikskólinn Laufás
Inga Jóna Sigurðardóttir, leikskólastjóri
Leikskólinn Grænigarður
Hildur Sólmundsdóttir, leikskólastjóri
Menntaskólinn á Ísafirði
Erna Sigrún Jónsdóttir
Herdís Alberta Jónsdóttir
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Aðalbjörg Sigurjónsdóttir
Helena Jónsdóttir
Kristína Greta Bjarnadóttir
Málstjórar
Hlutverk málstjóra er meðal annars að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu og aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns. Málstjóri hefur hagsmuni barnsins ávallt að leiðarljósi og rækir hlutverk sitt í samráði við forelda og barn.
Málstjórar Ísafjarðarbæjar
Dagný Sif Snæbjarnardóttir – Barnavernd, velferðarsvið
Svala Sif Sigurgeirsdóttir – Barnavernd, velferðarsvið
Harpa Stefánsdóttir – Félagsþjónusta, velferðarsvið
Þóra Marý Arnórsdóttir – Fötlunarþjónusta, velferðarsvið