Skipulag og framkvæmdir

Hringtorg

Skipulag sveitarfélags snýst um hvernig byggð og umhverfi er skipulagt. Það segir til um hvernig land er notað, svo sem fyrir íbúðabyggð eða verslanir. Einnig um hvernig götur og lóðir skulu vera og reglur um hönnun bygginga, eins og hæð og fjölda íbúða.

Þrjár gerðir af skipulagsáætlunum eru unnar á sveitarstjórnarstigi: 

  • Svæðisskipulag er samræmd stefna tveggja eða fleiri sveitarfélaga um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem talin er þörf á að samræma vegna sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaganna. Ísafjarðarbær eru hluti af svæðisskipulagi Vestfjarða, líkt og öll aðildarsveitarfélög Fjórðungssambands Vestfirðinga. Svæðisskipulagið er unnið á vettvangi Fjórðungssambands Vestfirðinga.
  • Aðalskipulag er stefna sveitarfélagsins um landnotkun, náttúruvernd og fyrirkomulag og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu.
  • Deiliskipulag er skipulag fyrir afmarkað svæði innan sveitarfélagsins, til dæmis hverfi, hverfishluta, götureiti eða óbyggð svæði.

Aðal- og deiliskipulagsmál eru í umsjón skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar. Skipulagsfulltrúi sér um skipulagsgerð og eftirlit með framkvæmdum.

Umsóknir um breytingar eða nýtt deiliskipulag skal senda í gegnum þjónustugátt.

Gildandi skipulagsáætlanir má finna á kortasjá bæjarins. Skipulagskynningar og athugasemdir eru birtar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Helstu lög og reglugerðir er varða skipulagsmál: