Verndarsvæði í byggð

isafjordur_nedsti.jpg

Tillaga um að Neðstikaupstaður og gamli bærinn á Ísafirði verði skilgreind sem verndarsvæði í byggð á grundvelli laga nr. 87/2015 hefur verið samþykkt af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Markmið laganna er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi og sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis.

Upplýsingavefur um verkefnið hjá Ísafjarðarbæ

Húsakönnun
Húsakönnun í Neðstakaupstað og í gamla bænum á Eyrinni, Ísafirði unnin af Braga Bergssyni, sagnfræðingi, ásamt þeim Herborgu Árnadóttur, ráðgjafa hjá Alta og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða.

Auglýsing um verndarsvæði í byggð (ágúst 2022)

Verndarsvæði í byggð – tillaga og greinargerð (nóvember 2022)

Minjastofnun Íslands – Verndarsvæði í byggð