Útboð og framkvæmdir

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.

Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.

Óskað eftir tilboðum í jarðvegsskipti á lóð nýrrar slökkvistöðvar

Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Slökkvistöð á Ísafirði - jarðvegsskipti“. Dagsetning opnunar er 30. júlí 2025.
Lesa fréttina Óskað eftir tilboðum í jarðvegsskipti á lóð nýrrar slökkvistöðvar
Grunnskóli Önundarfjarðar

Þakviðgerðir á GÍ og GÖ

Í sumar verður farið í viðgerðir og endurnýjun á þaki Grunnskólans á Ísafirði og þaki Grunnskóla Önundarfjarðar.
Lesa fréttina Þakviðgerðir á GÍ og GÖ
Mynd: Loftmyndir.

Flateyri: Götulokanir vegna malbikunar í Tjarnargötu

Til stendur að malbika Tjarnargötu á Flateyri í dag, mánudaginn 26. ágúst. Aðgengi fyrir bíla að Hjallavegi, Ólafstúni og Goðatúni verður skert frá Tjarnargötu frá því vinna hefst og til morguns.
Lesa fréttina Flateyri: Götulokanir vegna malbikunar í Tjarnargötu

Ísafjörður: Tímabundin lokun í Hafnarstræti 7.-16. ágúst

Lokað verður fyrir bílaumferð í Hafnarstræti á Ísafirði, frá gatnamótum Hafnarstrætis og Austurvegar að gatnamótum Hafnarstrætis og Silfurgötu, frá miðvikudeginum 7. ágúst til föstudagsins 16. ágúst. Lokunin nær einnig yfir bílastæði við götuna. Lokað verður á milli kl. 08:00 og 19:00 á hverjum degi á þessu tímabili. 
Lesa fréttina Ísafjörður: Tímabundin lokun í Hafnarstræti 7.-16. ágúst
Mynd: Efla

Framkvæmdir við varnargarða á Flateyri komnar af stað

Framkvæmdir við bættar snjóflóðavarnir ofan Flateyrar eru hafnar.
Lesa fréttina Framkvæmdir við varnargarða á Flateyri komnar af stað

Uppgræðsla Suðurtanga heldur áfram

Í næstu viku verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðasta sumar með uppgræðslu Suðurtanga með því að dreifa skít og fræjum. Afar mikilvægt er að þeir aðilar sem eiga tæki, tól og annað á víð og dreif um svæðið fjarlægi eigur sínar sem fyrst. Á það er einnig bent að ekki er heimilt að koma hlutum til geymslu á þessu svæði og fyrirtækjum bent á að halda starfsemi sinni innan lóðamarka.
Lesa fréttina Uppgræðsla Suðurtanga heldur áfram

Vinna við annan áfanga fyrirstöðugarðs við Norðurtanga að hefjast

Vinna við annan áfanga fyrirstöðugarðs við Norðurtanga á Ísafirði er að hefjast og mun standa til júníloka.
Lesa fréttina Vinna við annan áfanga fyrirstöðugarðs við Norðurtanga að hefjast

Dýpkunarvinna við Sundabakka hafin á ný

Hollenska dýpkunarskipið Hein kom til Ísafjarðar í síðustu viku og mun vera við dýpkun við Sundabakka næstu vikur.
Lesa fréttina Dýpkunarvinna við Sundabakka hafin á ný
Mynd: Verkís

Vatnsrennsli vatnsveitu í Súgandafirði tvöfaldað með nýrri lögn

Endurnýjun vatnslagnar fyrir vatnsveitu í Súgandafirði lauk fyrir nokkru, en verkið hófst sumarið 2022. Með nýrri lögn tvöfaldaðist vatnsrennslið í vatnsveitunni.
Lesa fréttina Vatnsrennsli vatnsveitu í Súgandafirði tvöfaldað með nýrri lögn
Er hægt að bæta efnið á síðunni?