Þakviðgerðir á GÍ og GÖ

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.

Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.

Grunnskóli Önundarfjarðar
Grunnskóli Önundarfjarðar

Í sumar verður farið í viðgerðir og endurnýjun á þaki Grunnskólans á Ísafirði og þaki Grunnskóla Önundarfjarðar.

Vinna er þegar hafin við Grunnskólann á Ísafirði en þar snýr verkið að endurnýjun þaks á norðurhlið skólans sem snýr að Austurvegi, í því sem alla jafna er kallað gula húsið. Þar verður þakklæðning og einangrun endurnýjuð og settar nýjar þakáfellur. Þá verða sprungur á útveggjum þéttaðar með inndælingu. Einnig verða steyptir fletir útveggja málaðir. Innanhúss verður einangrun og rakavarnarlag í lofti endurnýjuð og timburklæðning tekin niður úr lofti og sett upp aftur.

Verkið er í höndum Geirnaglans og eru áætluð verklok 30. ágúst.

Í Grunnskóla Önundarfjarðar stendur til að endurnýja þakklæðningu, þakrennur og setja nýjar þakáfellur utanhúss. Innanhúss verður farið í endurnýjun á þakeinangrun.

Verkið er í höndum Vestfirska verktaka og skal vera lokið þann 30. september.