Áramótabrennur verða á Flateyri, Hnífsdal, Ísafirði og Suðureyri kl. 20:30 á gamlársdagskvöld, að því gefnu að veður leyfir. Ekki er víst að brenna verði á Þingeyri, þar vantar mannskap til að standa að viðburðinum.
Ísafjörður: Sundhöllin lokuð frá og með Þorláksmessu vegna bilunar
Vegna bilunar í loftræstingu og hreinsibúnaði í Sundhöll Ísafjarðar verður laugin lokuð frá og með Þorláksmessu, 23. desember, og út árið, hið minnsta.
Sala á húsnæði hjúkrunarheimilisins Eyrar undirrituð
Afsal vegna sölu á fasteigninni sem hýsir hjúkrunarheimilið Eyri var formlega undirritað föstudaginn 19. desember og húsnæðið formlega afhent nýjum eigendum.
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2025 verður útnefndur á veitingastaðnum Logni, á Hótel Ísafirði, sunnudaginn 11. janúar 2026. Viðburðurinn er öllum opinn og verða léttar veitingar í boði. Hér eru tilnefningar í kjöri um íþróttamann og efnilegasta íþróttamann ársins 2025.