Tímabundinn flutningur velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar
20.01.2026
Fréttir
Sindragata 7 á Ísafirði. Mynd: ja.is.
Skrifstofur velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði flytja tímabundið á efri hæðina á Sindragötu 7, í húsnæði Ístækni (áður Skaginn 3X), vegna framkvæmda í Stjórnsýsluhúsinu.
Reiknað er með að velferðarsvið opni aftur í Stjórnsýsluhúsinu þann 20. febrúar 2026.
Hægt er að bóka tíma rafrænt á bókunarvef velferðarsviðs.
Framkvæmdirnar í Stjórnsýsluhúsinu eru víðtækar, en skrifstofur umhverfis- og eignasviðs og skóla- og tómstundasviðs eru tímabundið fluttar á fjórðu hæðina á Hlíf. Þar er hægt að taka á móti gestum en viðskiptavinum er bent á að hringja eða senda tölvupóst á þann starfsmann sem óskað er eftir að hitta. Þar er einnig hægt að bóka tíma rafrænt á bókunarvef.