Skíðavikan 90 ára: Kallað eftir viðburðum á dagskrá
Skíðavikan á 90 ára afmæli í ár og er dagskráin óðum að taka á sig mynd. Öll sem standa fyrir viðburðum í Ísafjarðarbæ í dymbilvikunni og um páskana eru hvött til að senda viðburðina inn á dagskrá Skíðavikunnar, skidavikan@isafjordur.is.
Vegagerðin, í samstarfi við Vestfjarðastofu, býður til opins íbúafundar um samgöngur á Vestfjörðum þriðjudaginn 18. mars klukkan 17:30. Fulltrúar frá Vegagerðinni munu fjalla um ýmis samgöngumál sem tengjast svæðinu og boðið verður upp á spurningar og umræður.