Flokkun á heimilum
Í Ísafjarðarbæ eru íbúar með tvær tunnur; eina fyrir heimilissorp og eina endurvinnslutunnu. Í tunnunni fyrir heimilissorp er hólf fyrir lífrænan úrgang og í endurvinnslutunnunni er eitt hólf fyrir pappír og annað fyrir plast.
Nákvæmar leiðbeiningar um sorpflokkun á íslensku, ensku og pólsku
Blandaður úrgangur
Allt sem ekki er hægt að endurvinna fer í tunnu fyrir heimilissorp.
Lífrænn úrgangur
Í lífrænan úrgang fara allar matarleifar nema hrátt kjöt og bein.
Kubbur dreifir tveimur rúllum af grænum pokum fyrir lífrænan eldhúsúrgang til íbúa á ári. Ef pokarnir klárast er hægt að sækja fleiri í íþróttamiðstöðvum á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri og í afgreiðslu bæjarskrifstofu í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Niðurbrjótanlegir innkaupapokar henta ekki til moltugerðar þar sem þeir brotna hægt niður.
Pappír og pappi
Allar pappírs og pappaumbúðir, blöð og tímarit.
Plast
Allt mjúkt plast og plastumbúðir utan af mat. Ekki harðplast. Umbúðir skulu vera tómar og hreinar.