Endurnýjaður samningur milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um sjúkraflutninga á svæði heilbrigðisstofnunarinnar var undirritaður þann 4. nóvember síðastliðinn.
Opinn fundur um þróun og framtíðahorfur íbúðarmarkaðar á Vestfjörðum
Mánudaginn 10. nóvember kl. 12 verður haldinn opinn fundur í Edinborgarhúinu um þróun og framtíðahorfur íbúðarmarkaðar á Vestfjörðum. Að fundinum standa Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Tryggð byggð – Samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni og Vestfjarðarstofa.
Ný nefnd um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði
Bæjarstjórn hefur samþykkt skipan nefndar um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði. Meginhlutverk nefndarinnar er að undirbúa og leggja fram faglega greiningu á framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði, með það að markmiði að tryggja hagkvæmt, öruggt og framtíðarþolið húsnæði sem mætir þörfum skólastarfs.
Fyrsta Farsældarþing Vestfjarða fer fram föstudaginn 7. nóvember í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, frá kl. 09:30-17:00. Þingið er öllum opið og verður þar unnið að mótun aðgerðaráætlunar farsældar barna á Vestfjörðum, jafnframt verður farsældarráð Vestfjarða stofnað við hátíðlega athöfn.
Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Snjómokstur í Ísafjarðarbæ 2025 - 2030“. Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum og bifreiðastæðum, ásamt akstri á snjó frá götum og bifreiðarstæðum í samræmi við snjómokstursreglur Ísafjarðarbæjar. Samningstími er til 15. apíl 2030.