Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2025–2050: Opið hús í öllum byggðarkjörnum
Íbúum Ísafjarðarbæjar er boðið á opið hús þar sem kynnt verður staða og framvinda vinnu við Aðalskipulag 2025–2050. Opnu húsin verða í öllum byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar, það fyrsta á Flateyri þann 18. nóvember og það síðasta á Ísafirði 2. desember.
HMS: Drög að áætluðum eignamörkum jarða á Vestfjörðum – Ítrekun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur áætlað eignarmörk um 750 jarða á Vestfjörðum. Jarðeigendur sem hafa til 25. nóvember til að bregðast við og senda inn athugasemdir um áætlaða legu einstakra eignamarka.
Endurnýjaður samningur milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um sjúkraflutninga á svæði heilbrigðisstofnunarinnar var undirritaður þann 4. nóvember síðastliðinn.
Opinn fundur um þróun og framtíðahorfur íbúðarmarkaðar á Vestfjörðum
Mánudaginn 10. nóvember kl. 12 verður haldinn opinn fundur í Edinborgarhúinu um þróun og framtíðahorfur íbúðarmarkaðar á Vestfjörðum. Að fundinum standa Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Tryggð byggð – Samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni og Vestfjarðarstofa.