Ísafjörður: Sundhöllin lokuð frá og með Þorláksmessu vegna bilunar
22.12.2025
Fréttir
Vegna bilunar í loftræstingu og hreinsibúnaði í Sundhöll Ísafjarðar verður laugin lokuð frá og með Þorláksmessu, 23. desember, og út árið, hið minnsta.
Sundgestir sem höfðu hugsað sér að fara í jólabað í Sundhöllinni á aðfangadag eru hvattir til að heimsækja einhverja af hinum sundlaugum Ísafjarðarbæjar, sem eru opnar yfir hátíðirnar samkvæmt auglýsingu, eða skella sér til Bolungarvíkur.