Sundlaugin á Þingeyri og Sundhöll Ísafjarðar taka þátt í landsviðburðinum Sinfó í sundi föstudaginn 29. ágúst klukkan 20:00, þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleikana Klassíkin okkar í Eldborg í Hörpu.
Á Sinfó í sundi verður sent beint út frá tónleikunum á sundstöðum um allt land.
Íbúafundur sem haldinn var á Þingeyri mánudaginn 26. ágúst, undir yfirskriftinni Framþróun á Þingeyri – Hvað getur samfélagið gert til eflingar atvinnulífs? heppnaðist vel.
Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar óskar eftir tilnefningum eða ábendingum um bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar 2025. Skilafrestur tilnefninga er til og með 15. september.
Hvað getur samfélagið gert til eflingar atvinnulífs? Ísafjarðarbær boðar til íbúafundar um framþróun á Þingeyri þriðjudaginn 26. ágúst. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu kl. 17:00-18:30.