Málsmeðferð heimiluð vegna breytinga á deiliskipulagi á Torfnesi
Bæjarstjórn hefur heimilað málsmeðferð vegna breytingar á deiliskipulagi á Torfnesi. Markmið skipulagsbreytingarinnar er að auka svigrúm fyrir stækkun Menntaskólans á Ísafirði og leikskólans Sólborgar ásamt byggingu nýrrar dælustöðvar hitaveitu.