Þjónustustefna Ísafjarðarbæjar: Kynning og íbúafundir
Ísafjarðarbær vinnur að gerð þjónustustefnu um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna sveitarfélagsins. Íbúafundir verða haldnir á Þingeyri, Suðureyri og Flateyri til að kynna stefnuna.
Ársreikningur Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024 var samþykktur í bæjarstjórn þann 15. maí. „Reikningurinn sýnir mjög sterka stöðu sveitarfélagsins og fjárhagslegu markmiðin sem sett voru í upphafi kjörtímabilsins hafa nær öll náðst,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri.