Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða starfar á vegum heilbrigðisnefndar Vestfjarða og nær umdæmi embættisins yfir Ísarfjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavíkurhrepp, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp. Heilbrigðiseftirlitinu er ætlað að vinna að bættu heilbrigðiseftirliti á svæðinu, annast fræðslu fyrir almenning og efla samvinnu við önnur yfirvöld og aðila sem vinna að þessum málum. Innheimtur eftirlitsgjalda eru á vegum heilbrigðiseftirlitsins og skulu athugasemdir því berast Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

Heilbrigðiseftirlitið starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Markmið laganna er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felst í heilnæmu og ómenguðu umhverfi. Heilbrigðisnefnd ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglum sem nefndinni er eða kann að vera falið að annast um framkvæmd á.

Gjöld fyrir leyfisveitingar, eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi eru auglýst í gjald­skrá Heil­brigðis­eft­ir­lits Vest­fjarða.

Starfsleyfishafar skulu tilkynna heilbrigðiseftirliti ef eigendaskipti verða á leyfinu eða breytingar á rekstri. Fyrirtæki sem er með virkt starfsleyfi er á innheimtulista þar til tilkynning berst heilbrigðiseftirliti um breytingar eða að fyrirtækið sé hætt starfsemi. Allar tilkynningar skulu sendar á eftirlit@hevf.is.

Vefur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða


Hafa samband:

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða
Aðalstræti 12, önnur hæð
415 Bolungarvík 
Sími: 456 7087
eftirlit@hevf.is