Nefnd um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði

Nefnd um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði starfar í umboði bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Nefndin er verkefnabundin og hefur störf við stofnun, í desember 2025. Miðað er við að störfum ljúki ekki síðar en í lok mars 2026.

Meginhlutverk nefndarinnar er að undirbúa og leggja fram faglega greiningu á framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði, með það að markmiði að tryggja hagkvæmt, öruggt og framtíðarþolið húsnæði sem mætir þörfum skólastarfs.

Verkefnin eru eftirfarandi:

  • Að safna upplýsingum um núverandi húsnæði leik- og grunnskóla, starfsemi og fram­tíðarþörf skólanna.
  • Að greina mismunandi valkosti til stækkunar m.a. með hliðsjón af skipulagi, aðgengi, samnýtingu rýma og fjárhagslegum forsendum.
  • Að vinna samanburð á kostum og göllum mismunandi lausna, þar á meðal hvort henti betur að stækka núverandi skólabyggingar eða byggja nýjar á nýjum stað.
  • Að leggja fram tillögur um næstu skref, þ.m.t. hönnunarfasa, undirbúning framkvæmda og fjárhagsramma.
  • Að vera bæjarstjóra og embættismönnum til ráðgjafar varðandi alla þætti sem snúa að framtíðaruppbyggingu skólana.
  • Að tryggja samráð við skólastjórnendur og starfsfólk skólanna um þarfir, for­gangsröðun og hugmyndir varðandi húsnæðið.

Erindisbréf

Fundargerðir

Aðalfulltrúar:  

 

Guðbjörg Halla Magnadóttir

skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði

Helga Björk Jóhannsdóttir

leikskólastjóri á Sólborg

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

bæjarstjóri

Þröstur Jóhannesson

 

Varafulltrúar:

 

Helga Snorradóttir

aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Ísafirði

Svava Rán Valgeirsdóttir

leikskólastjóri á Tjarnarbæ

Bryndís Ósk Jónsdóttir

sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Jóhann Birkir Helgason

 

Starfsmaður nefndarinnar er Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.