Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Skóla-, íþrótta- og tóm­stunda­nefnd starfar á skóla- og tómstundasviði og fer með málefni leikskóla samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, grunnskóla samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008, og tónlistarskóla samkvæmt lögum nr. 75/1985, um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla og samstarfssamningum sem gilda um rekstur tónlistarskóla hverju sinni. Einnig fer nefndin með málefni framhaldsskóla samkvæmt ákvæðum framhaldsskólalaga nr. 92/2008 og samstarfssamningum sem gilda um rekstur framhaldsskóla hverju sinni.

Þá fer nefndin með verkefni íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála í sveitarfélaginu, þar með talið eftirlit með íþróttamannvirkjum en þau eru rekin af Eignasjóði, málefni félagsmiðstöðva og vinnuskóla. Nefndin skal stuðla að samstarfi í íþróttamálum m.a. með nánu samstarfi við Héraðs­samband Vestfirðinga.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd hefur eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga, og gerir tillögur um úrbætur í þeirri starfsemi sem undir nefndina heyrir. Nefndin hefur umsjón með þeim stofnunum sem undir nefndina heyra, þ.e. leikskóla, grunnskóla, íþróttamiðstöðva, íþróttavalla, skíðasvæða, vinnuskóla og félags­miðstöðva, og gerir tillögur til bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun vegna þessara stofnana og í skóla-, íþrótta- og tómstundamálum almennt.

Meginhlutverk nefndarinn er stefnumótun, markmiðasetning og ráðgjöf til bæjarstjórnar, en í minna mæli afgreiðsla einstakra mála. Nefndin setur forstöðumönnum og starfsmönnum þeirra stofnana sem undir nefndina heyra starfsreglur um afgreiðslu samsvarandi mála.

Erindisbréf

Nefndarmenn: 

   

     Finney Rakel Árnadóttir

Í

formaður

     Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir

Í

varaformaður

     Þórir Guðmundsson

Í

 

     Elísabet Samúelsdóttir

B

 

     Eyþór Bjarnason

D

 

Varamenn:

   

     Magnús Einar Magnússon

Í

 

     Jónína Eyja Þórðardóttir

Í

 

     Wojciech Wielgosz

Í

 

     Halldór Karl Valsson

B

 

     Steinunn Guðný Einarsdóttir

D

 

Ritari skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar er Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.
Netfang: hafdisgu@isafjordur.is