Sameinuð almannavarnanefnd og aðgerðastjórn Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps

Almannavarnanefnd/aðgerðastjórn skal skipuð lögreglustjóranum á Vestfjörðum, bæjarstjóranum í Ísafjarðarbæ og sveitarstjóranum í Súðavíkurhreppi, yfirlögregluþjóni lögreglunnar á Vestfjörðum og einum frá hverjum eftirtalinna aðila: Slökkviliðum í báðum sveitarfélögum, tæknideildum bæjarfélaga, svæðisstjórn björgunarsveita, heilbrigðisstofnun og vegagerð ríkisins.

Hlutverk almannavarnanefndar er að móta stefnu og skipuleggja starf almannavarna í héraði. Auk þess að gera hættumat og viðbragðsáætlanir og endurskoða hættumat og framkvæma prófanir á viðbragðsáætlunum. Almannavarnanefndin hefur umsjón með fjármálum almannavarna og markar stefnuna varðandi þau verkefni sem vinna skal samkvæmt 9 gr. laga 82/2008 um almannavarnir.

Aðgerðastjórn er sameiginleg aðgerðastjórn viðbragðsaðila og hefur umboð frá almannavarnanefnd til að skipuleggja og undirbúa viðbragðsáætlanir og verklagsreglur vegna neyðaraðgerða. Þegar almannavarnarástand ríkir er aðgerðarstjórn kölluð saman. Lögreglustjóri stjórnar aðgerðum í héraði. Hann skipar vettvangsstjóra, sem getur fengið fleiri með sér til aðstoðar, sé þörf á. 

Skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps

Nefndarmenn 

 

     Helgi Jensson

lögreglustjóri á Vestfjörðum 

     Arna Lára Jónsdóttir

bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

     Bragi Þór Thoroddsen

sveitarstjóri Súðavíkurhrepps

     Hlynur Hafberg Snorrason

yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vestfjörðum

     Sigurður Arnar Jónsson

slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar

     Axel Rodriguez Överby

sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar

     Halldór Óli Hjálmarsson

f.h. svæðisstjórnar björgunarsveita

     Súsanna Björg Ástvaldsdóttir

f.h. Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

     Þorsteinn Þráinsson

f.h. Rauða Kross Íslands

Áheyrnarfulltrúar hverfisráða og íbúasamtaka:

Einar Ómarsson – Suðureyri
Finney Rakel Árnadóttir – Ísafjörður, eyri og efri bær
Guðmundur Rafn Kristjánsson – Ísafjörður, Holta-, Tungu- og Seljalandshverfi
Hafsteinn Már Anderssen – Þingeyri
Kristján Einarsson – Flateyri
Magnús Einar Magnússon – Flateyri