Ungmennaráð
Tilgangur ungmennaráðs Ísafjarðarbæjar er að skapa vettvang og leiðir til þess að gera ungmennum kleift að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri m.a. við kjörna fulltrúa sveitarfélagsins auk þess að veita ungmennum fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Ungmennaráð starfar samkvæmt beinu lýðræði og eru því engir skipaðir fulltrúar í ráðið heldur hafa allir íbúar Ísafjarðarbæjar á aldrinum 13 til 25 ára rétt til þátttöku.
Starfsmenn ungmennaráðs eru Eva María Einarsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir