Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal

Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal heyrir beint undir bæjarstjóra. Sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs starfar með starfshópnum.

Markmið verkefnisins er að skipuleggja útivistarsvæði í Ísafjarðarbæ. Fyrst er horft til Tungu- og Seljalandsdals, ásamt tengingum við útivistarsvæði í Holtahverfi og Seljalandsmúla. Afurð verkefnisins yrði grunnur að nútímalegu skipulagi af firðinum þar sem fram kæmi framtíðarnotkun svæðanna með heilsársnotkun í huga fyrir íbúa og gesti, sem síðan yrði að deiliskipulagi og hluti af endurskoðun aðalskipulags Skutulsfjarðar. Meðfylgjandi yrðu greinargóðar lýsingar á verkefnum, kostnaðarmat og verkáætlun. Þannig væri hægt að fara í einstök verkefni og klára þau eftir því sem staða bæjarsjóðs leyfir.

Nefndin starfar þar til hlutverki hennar er lokið.

Aðalmenn  
Elísabet Samúelsdóttir Aðalmaður
Nanný Arna Guðmundsdóttir Aðalmaður

Starfsmenn starfshópsins eru Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, Hlynur Kristinsson, forstöðumaður skíðasvæðis, og Stefanía Helga Ásmundsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.

Fundargerðir starfshóps.