Notendaráð fatlaðs fólks á Vestfjörðum

Notendaráð fatlaðs fólks á Vestfjörðum heyrir undir velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar.

Hlutverk notendaráðs um málefni fatlaðs fólks er að vera formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við sveitarstjórnir um hagsmuni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk, framkvæmd hennar og þróun. Notendaráðið stuðlar þannig að skoðanaskiptum og miðlun upplýsinga milli fatlaðs fólks og sveitarstjórna um stefnu og framkvæmd í málefnum sem varða fatlað fólk og er þeim og fastanefndum þeirra til ráðgjafar í þeim efnum.

Markmiðið með starfi notendaráðs um málefni fatlaðs fólks er að gera fólki með fötlun kleift að hafa áhrif á og taka þátt í skipulagi og framkvæmd þjónustu sem það varðar, svo og öðrum hagsmunamálum sínum á þjónustusvæðinu.

Meðal verkefna notendaráðs um málefni fatlaðs fólks er:

  • Vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir og hlutaðeigandi stofnanir þjónustusvæðisins um hugmyndafræði og stefnumótun í málefnum fólks með fötlun, sbr. 8. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga.
  • Fylgjast með framkvæmd þjónustu við fólk með fötlun á þjónustusvæðinu í samráði við notendur hennar og talsmenn þeirra eða aðstandendur. Í því felst meðal annars að fjalla um ábendingar og tillögur þeirra sem í hlut eiga, sbr. 42. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga.
  • Koma á framfæri hugmyndum, tillögum og ábendingum um inntak og tilhögun þjónustu við fólk með fötlun á þjónustusvæðinu, og ábendingum um gerð reglna um þjónustu.
  • Veita viðeigandi ráðuneyti umsögn um þjónustu sem félagasamtök, sjálfeignarstofnanir og aðrir þjónustu- og rekstraraðilar hyggjast veita samkvæmt ákvæðum lagna nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Notendaráðið fjallar ekki um málefni einstaklinga.

Erindisbréf

Fundargerðir

Starfsmaður nefndarinnar er deildarstjóri í málefnum fatlaðra á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar.