Starfskjör kjörinna fulltrúa

Laun fyrir störf í bæjarstjórn, bæjarráði, ráðum og nefndum Ísafjarðarbæjar.

Síðan 1. janúar 2019 eru laun bæjarfulltrúa endurreiknuð 1. janúar ár hvert, í samræmi við launavísitölu. Reiknað er út frá launavísitölugildi í október 2017, sem var 630,7.

Bæjarstjórn

 

Forseti, greiðsla fyrir hvern fund

101.119 kr.

Aðrir bæjarfulltrúar, greiðsla fyrir hvern fund

50.560 kr.

Mánaðarleg fastagreiðsla bæjarfulltrúa

101.119 kr.

Bæjarráð

 

Formaður bæjarráðs, greiðsla fyrir hvern fund

101.119 kr.

Aðrir nefndarmenn, greiðsla fyrir hvern fund

50.560 kr.

Aðrar nefndir og ráð

 

Formaður í nefnd, greiðsla fyrir hvern fund

50.560 kr.

Aðrir nefndarmenn, greiðsla fyrir hvern fund

25.280 kr.

Greiðslur við önnur tilefni

Sé bæjarfulltrúum og/eða nefndarmönnum formlega falið að mæta á fundi, ráðstefnur eða annað fyrir hönd sveitarfélagsins fá þeir greidd laun eftir því hvort þeir eru hálfan eða heilan dag að heiman. Heill dagur samsvarar nefndarsetulaunum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi. Hálfur dagur samsvarar greiðslu fyrir setu nefndarmanns á nefndarfundi. 
Ferðakostnaður og uppihald á ferðalögum er greitt að auki, samkvæmt framlögðum reikningum.