Innheimta reikninga
Innheimtu reikninga hjá Ísafjarðarbæ er sinnt af stjórnsýslu- og fjármálasviði, á bæjarskrifstofum, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Spurningar og ábendingar varðandi innheimtu og reikninga frá Ísafjarðarbæ má senda á innheimta@isafjordur.is. Yfirlit yfir álagningaseðla fasteignagjalda og uppgjör þeirra til fasteignasala má senda á fasteignagjold@isafjordur.is.
Yfirlit yfir reikninga, álagningarseðla fasteignagjalda og aðrar gagnlegar viðskiptaupplýsingar frá sveitarfélaginu má finna inni á þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.
Reikningar eru ekki sendir greiðendum á pappírsformi, heldur eingöngu á rafrænu formi. Óski bókhaldskyldir aðilar eftir því að fá reikninga senda á pappírsformi skulu senda sveitarfélaginu umsókn þess efnis í gegnum þjónustugáttina.
Ísafjarðarbær bendir bókhaldsskyldum aðilum á að setja upp rafrænan skeytamiðlara í kerfum sínum svo hægt sé að taka við og senda reikninga með rafrænum hætti.
Innskráningar fyrirtækja á þjónustugátt Ísafjarðarbæjar er í gegnum umboðskerfi island.is.
Mikilvægt er því að skráning fyrirtækisins sé rétt og skráning prókúruhafa til staðar hjá Fyrirtækjaskrá Skattsins svo forsvarsmenn fyrirtækja geti nálgast opinberar upplýsingar varðandi fyrirtæki sitt bæði hjá sveitarfélaginu og ríki.