Afhendingarmáti reikninga

Hægt er að senda Ísafjarðarbæ reikninga í gegnum rafræna skeytamiðlara eða með frumriti á pappír.

Ef sendandi nýtir sér ekki þegar þjónustu skeytamiðlara er í boði að senda reikninga, sendanda að kostnaðarlausu, í gegnum móttökuvef InExchange sem er skeytamiðlari Ísafjarðarbæjar. Þar er hægt að velja Ísafjarðarbæ á móttökuvef hægra megin á spássíunni.

Ísafjarðarbær tekur einnig við frumriti reikninga á pappír sem afhenda má í afgreiðslu bæjarskrifstofu á annarri hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði eða með bréfpósti.

Póstáritun:

Ísafjarðarbær – bókhald
Hafnarstræti 1
400 Ísafjörður

Ekki er hægt að taka á móti reikningum í tölvupósti. Lánadrottnar geta þó sent hreyfingaryfirlit á bokhald@isafjordur.is.

Var efnið á síðunni hjálplegt?