Sala á lausafé

Hér er auglýst sala á lausafé hjá Ísafjarðarbæ og stofnunum. Reglur um sölu á lausafé má nálgast hér.


29. apríl 2020

Til sölu er Bedford dælubifreið, árgerð 1962, ekin 2516 mílur. Bifreiðin er með 4200 l/mín. dælu og 600 l tank.

Bifreiðin kom til Flateyrar í tengslum við magnkaup á slökkvibifreiðum frá Bretlandi á árunum 1970-1975.

Ástand bifreiðarinnar er sæmilegt, þarfnast endurnýjunar.

Áhugasamir kaupendur hafi samband við Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, í síma 450 8000 eða á axelov@isafjordur.is.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?