Fjárhagsáætlanir

Fjárhagsáætlanir Ísafjarðarbæjar eru lagðar fram og unnar samkvæmt fyrirmælum sveitar­stjórnarlaga nr. 138/2011. Samkvæmt lögunum skal bæjarráð leggja fyrir bæjarstjórn drög að fjárhags­áætlun og skal bæjarstjórn afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár sem og næstu þrjú ár þar á eftir. Fjárhagsáætlun sveitarfélags er bindandi fyrir allar fjárhagslegar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins. Einungis er hægt að víkja frá fjárhagsáætlun með því að sam­þykkja viðauka við áætlunina. Á það við um ákvarðanir, samninga og aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, útgjöldum eða tilfærslum milli liða. Fjárhagsáætlun Ísa­fjarðar­­bæjar er því eiginleg fjárveiting til rekstrar Ísafjarðarbæjar og ber að fylgja henni.

Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024

2023

2022

Eldri fjárhagsáætlanir