Menningarstyrkir Ísafjarðarbæjar
Menningarmálanefnd Ísafjarðarbærjar veitir árlega styrki til verkefna á sviði menningarmála. Markmið styrkjanna er að styðja við fjölbreytt og sjálfsprottið menningarstarf í sveitarfélaginu, auðga menningarlíf og lífsgæði bæjarbúa og skapa vettvang fyrir listir, menningu og skapandi starf.
Hverjir geta sótt um?
Styrkir eru veittir til lögráða einstaklinga, listamanna, hópa, félagasamtaka, stofnana eða fyrirtækja sem standa að menningarviðburðum í Ísafjarðarbæ. Styrkir eru einungis veittir til einstakra viðburða eða raða viðburða sem eru opin almenningi.
Ekki eru veittir styrkir til rekstrar- eða stofnkostnaðar, náms, ferða eða útgáfu efnis nema í undantekningartilfellum.
Fjárhæðir og úthlutun
Styrkur getur að hámarki numið helmingi alls kostnaðar verkefnis, og er hámarksstyrkur að jafnaði 250.000 krónur, nema bæjarstjórn ákveði annað í fjárhagsáætlun.
Úthlutun styrkja fer fram einu sinni á ári, að jafnaði í mars, að lokinni opinni auglýsingu á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.
Umsóknarferli
Auglýst er eftir styrkjum á vef Ísafjarðarbæjar rúmum mánuði fyrir úthlutun. Tekið er við umsóknum rafrænt í þjónustugátt Ísafjarðarbæjar innan tilgreinds frests.
Greiðsla styrks og skil
Styrkur greiðist að verkefni loknu, þegar fullnægjandi greinargerð og rafrænn reikningur hafa borist.
Reikningur og greinargerð skulu berast Ísafjarðarbæ fyrir árslok á úthlutunarári.