Myndir frá Súgfirðingafélaginu settar upp í anddyri sundlaugarinnar á Suðureyri
16.09.2025
Fréttir
Súgfirðingafélagið færði Ísafjarðarbæ fallega gjöf á dögunum, innrammaðar myndir úr bókinni Leikir fyrir heimili og skóla, sem settar hafa verið upp í anddyri sundlaugarinnar á Suðureyri.
Myndirnar sýna fólk á íþrótta- og fimleikamótum í Súgandafirði, börn að leik og sundkennslu í gömlu lauginni á Laugum. Um myndvinnslu sá Vildís Inga Salbergsdóttir, en velgjörðarfólk sem kýs að láta nafn síns ekki getið stóð straum af kostnaði vegna innrömmunar.
Súgfirðingafélaginu og þeim sem stóðu fyrir innrömmum á myndunum eru færðar kærar þakkir fyrir gjöfina.