Stíf vinna við að gera æfingavöllinn á Torfnesi keppnishæfan hefur staðið yfir síðustu daga, en um helgina fer þar fram fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna undir merkjum Vestra
Vilborg Ása Bjarnadóttir fastráðin sem skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri
Vilborg Ása Bjarnadóttir hefur verið ráðin sem skólastjóri við Grunnskólann á Suðureyri. Vilborg hefur starfað sem skólastjóri við skólann á yfirstandandi skólaári þar sem hún leysti Hrönn Garðarsdóttur fyrrum skólastjóra af.
Ísafjörður: Lokað fyrir vatn í efri bænum miðvikudaginn 8. maí
Vegna kranaskipta verður lokað fyrir vatnið á Hjallavegi, Urðarvegi 1-15, Seljalandsvegi 30-78, Miðtúni, Sætúni og Stakkanesi kl. 9-13 miðvikudaginn 8. maí.