Bæjarráð vill breytingu á friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar beinir því til ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála að breyta friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar að því marki sem þörf er á til þess að áfram verði hægt að vinna að rannsóknum og heildstæðri pólitískri umræðu um bætt raforkukerfi á Vestfjörðum og landinu öllu, uppbyggingu þjóðgarðs á svæðinu og stuðla þannig að umhverfisvernd og bættum þjóðarhag.