Þingeyri: Vatnslaust vegna rofs á lögn
16.09.2025
Fréttir
Vatnslögn hefur farið í sundur á Þingeyri og því má gera ráð fyrir að þar verði vatnslaust eða truflun á vatni fram undir kvöld í dag, þriðjudaginn 16. september.
Enn sem komið er er ekki alveg ljóst um hvaða götur ræðir og því hefur SMS verið sent til allra íbúa.
Skilaboðin eru send í gegnum kerfi 1819.is og sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar.
Til að skrá númer þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á 1819 og velja Mín skráning undir Minn aðgangur. Þar er hægt að setja inn eða uppfæra símanúmer og heimilisfang.