Stefnt á uppbyggingu á skíðasvæðinu í Tungudal: „Ísafjarðarbær er skíðabær“
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í metnaðarfullar tillögur forstöðumanns skíðasvæða Ísafjarðarbæjar um umfangsmikla uppbyggingu á skíðasvæðinu í Tungudal á árunum 2026 til 2031.
Í bókun ráðsins segir að Ísafjarðarbær sé skíðabær og Tungudalur eina svigskíðasvæðið á Vestfjörðum og því mikilvægt að horft sé til framtíðar.
Bæjarstjórn hefur samþykkt nokkrar breytingar á skipan fulltrúa í bæjarstjórn, bæjarráði, skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis og framkvæmdanefnd.
Óskað eftir tillögum um götuheiti í frístundabyggð í Dagverðardal
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar óskar eftir tillögum að götuheitum á þrjár nýjar götur í frístundabyggð í Dagverðardal í Skutulsfirði.
Tillögum má skila með tölvupósti á skipulag@isafjordur.is fyrir 30. júní 2025.