Hnífsdalur og Ísafjörður: Vatnið aftur komið á

Viðgerðum við Hnífsdalslögn er nú lokið, kl. 18 laugardaginn 4. október, vel á undan áætlun. Vatn er því aftur komið á Hnífsdal og eftirfarandi götur á Ísafirði:

  • Engjavegur
  • Hjallavegur
  • Hlíðarvegur
  • Hlíf
  • Miðtún
  • Seljalandsvegur
  • Stakkanes
  • Sætún
  • Torfnes
  • Urðarvegur

Íbúum eru færðar kærar þakkir fyrir þolinmæðina og er bent á að loft gæti verið í lögnunum eftir vatnsleysið.