Ert þú með viðburð fyrir Veturnætur 2025?
01.10.2025
Fréttir
Ísafjarðarbær kallar eftir viðburðum í dagskrá Veturnátta 2025 sem verða haldnar 22.-25. október.
Hátíðin er samansafn menningarviðburða, skemmtana og uppákoma í menningarstofnunum, söfnum, verslunum og veitingastöðum bæjarins.
Dagskráin er þegar farin að taka á sig mynd en enn er nægt rými í henni fyrir fleiri viðburði.
Þau sem vilja skella í viðburð á Veturnóttum eru hvött til að hafa samband með því að senda póst á netfangið upplysingafulltrui@isafjordur.is. Eins er hægt að hafa samband ef vantar aðstoð við eitthvað, svo sem að móta góða hugmynd, finna samstarfsaðila, rými eða búnað til að framkvæmda viðburði og svo framvegis.