558. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjórn kemur saman til 558. fundar þriðjudaginn 30. september kl. 17.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Bein útsending af fundinum er á Youtube-rás Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá
Almenn mál
1. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 19 - 2025020006
Tillaga frá 1340. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 19 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna aukningar á kostnaði Velferðarsviðs um 9.600.000,- vegna viðbótar við fjárhagsaðstoð og framlags til Vesturafls.
Viðaukanum er mætt með lækkun á ófyrirséðum kostnaði.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000
2. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 20 - 2025020006
Tillaga frá 1340. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 20 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna tilfærslu verkefna á framkvæmdaráætlun á milli ára.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000,-.
3. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 21 - 2025020006
Tillaga frá 1340. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 21 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna hækkunar á breytingu lífeyrisskuldbindingar.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 339.700.000,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð um kr. 337.200.000,- eða lækkuð afkoma úr kr. 194.700.000,- í neikvæða afkomu upp á 142.500.000,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er neikvæð um kr. 339.700.000,- eða lækkuð afkoma úr í kr. 947.500.000,-. í kr. 607.800.000,
4. Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021
Tillaga frá 160. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 18. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki að Ísafjarðarbær fjárfesti í moltustöð og komi sér upp húsnæði og sjái sjálft um daglegan rekstur. Gera þarf ráð fyrir fjárfestingu í framkvæmdaáætlun.
Og jafnframt að bæjarstjórn veiti umhverfis- og eignasviði heimild til að auglýsa útboð á sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ á grundvelli framangreindra útboðsdraga og óbreytts fyrirkomulags þjónustunnar.
5. Fíflholt - endurnýjun á samningi - 2025080135
Tillaga frá 160. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 18. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á samningi við Sorpurðun Vesturlands sem tekur við úrgangi í Fíflholt.
6. Nöfn á stíga og gönguleiðir í Ísafjarðarbæ - 2024080010
Tillaga frá 659. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki tillögur að heitum á öðrum stígum og gönguleiðum í Ísafjarðarbæ skv. skjali dags. í september 2025, fyrir utan breytingatillögu um að vegur frá Heiðarbraut í Hnífsdal fái heitið Dalvegur.
7. Torfnes, Ísafirði. Lóðarmarkabreytingar við Eyri og sjúkrahús HVEST - 2025090088
Tillaga frá 659. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki lóðarleigusamninga við Torfnes, annars vegar undir sjúkrahús og hins vegar undir hjúkrunarheimilið Eyri.
8. Stórusteinar 1 - 4 í við Vonalandsveg í landi Álfadals, Ingjaldssandi í Önundarfirði - 2025090131
Tillaga frá 659. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. september 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stofnun lóða við Vonalandsveg, úr jörðinni Álfadal á Ingjaldssandi, í samræmi við merkjalýsingu dagsett 19. september 2025.
Fundargerðir til kynningar
9. Bæjarráð - 1340 - 2509018F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1340. fundar bæjarrás, en fundur var haldinn 22. september 2025.
Fundargerðin er í 12 liðum.
10. Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 7 - 2509022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 26. september 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
11. Skipulags- og mannvirkjanefnd - 659 - 2509012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 659. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. september 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
12. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 30 - 2509015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 30 fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundar var haldinn 24. september 2025.
Fundargerðin er í 8 liðum.
13. Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 160 - 2508020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 160. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 18. september 2025.
Fundargerðin er 10 liðum.