Hnífsdalur og Ísafjörður: Vatnslaust laugardaginn 4. október

Laugardaginn 4. október verður vatnslögnin fyrir Hnífsdal endurnýjuð, en skemmdir urðu á henni þegar skriða féll á Eyrarhlíðinni á síðasta ári.

Vegna þessa verður vatnið tekið af öllum götum í Hnífsdal, auk eftirfarandi gatna á Ísafirði:

  • Engjavegur
  • Hjallavegur
  • Hlíðarvegur
  • Hlíf
  • Miðtún
  • Seljalandsvegur
  • Stakkanes
  • Sætún
  • Torfnes
    • Þó ekki Eyri og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, sem eru á sér lögn. 
  • Urðarvegur

Lokunin mun vara frá kl. 08:00-00:00 og er íbúum því ráðlagt að gera viðeigandi ráðstafanir.

Við þetta má bæta að göngustígurinn á Hnífsdalsvegi verður að hluta tepptur vegna vinnuvéla. Þá eru bílstjórar beðnir um að virða hraðatakmarkanir við vinnusvæðið.


SMS hefur verð sent til íbúa í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar.

Til að skrá númer þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á 1819 og velja Mín skráning undir Minn aðgangur. Þar er hægt að setja inn eða uppfæra símanúmer og heimilisfang.