Félagsmiðstöð eldri borgara fær nafnið Vör

Félagsmiðstöð eldri borgara í Ísafjarðarbæ hefur fengið nafnið Vör. Þetta er niðurstaða dómnefndar sem fór yfir innsendar tillögur að nafni á félagsmiðstöðina.
Lesa fréttina Félagsmiðstöð eldri borgara fær nafnið Vör
Mjólkárvirkjun og fyrirhuguð framkvæmdasvæði á milli Tangavatns og Hólmavatns og sunnan Mjólkár í Bo…

Kynning á vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi við Mjólká

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar vinnslutillögur vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Mjólká, vegna stækkunar virkjunar, afhendingar grænnar orku og byggingu á nýrri bryggju. Vinnslutillagan verður kynnt í opnu húsi á bæjarskrifstofum Ísafjarðarbæjar, á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þann 22. nóvember 2023 kl 13-16. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og sendar inn fyrir 12. desember 2023.
Lesa fréttina Kynning á vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi við Mjólká
Mynd: Verkís

Kynning á vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast fyrir 12. desember 2023.
Lesa fréttina Kynning á vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar

Þingeyri: Fréttir af sundlauginni

Fyrstu athuganir vegna lekans í sundlauginni á Þingeyri sýna að dúkur í laugarkari er ónýtur og þarf að skipta um hann. Mögulega þarf einnig að skipta um innrennslisstúta í lauginni. Hún verður því áfram lokuð og verða íbúar upplýstir um stöðuna á viðgerðum eftir því sem þeim vindur fram.
Lesa fréttina Þingeyri: Fréttir af sundlauginni

523. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman til 523. fundar fimmtudaginn 16. nóvember Fundurinn er hald…
Lesa fréttina 523. fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Úr deiliskipulagsuppdrætti.

Skutulsfjörður: Lýsing í kynningu vegna deiliskipulags í Dagverðardal

Auglýsing um skipulagslýsingu á nýju deiliskipulagi í Dagverðardal í Skutulsfirði
Lesa fréttina Skutulsfjörður: Lýsing í kynningu vegna deiliskipulags í Dagverðardal
Olíuportið er rauðmerkt á myndinni.

Hreinsun olíuportsins á Þingeyri

Ísafjarðarbær stendur fyrir hreinsun í svo kölluðu olíuporti á Þingeyri. Þau sem telja sig eiga tæki, tól og annað í portinu eru beðin um að fjarlægja munina hið fyrsta.
Lesa fréttina Hreinsun olíuportsins á Þingeyri

Engin útnefning bæjarlistamanns 2023

Ekkert verður af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar árið 2023 þar sem listamaðurinn sem hlaut titilinn hefur afþakkað hann.
Lesa fréttina Engin útnefning bæjarlistamanns 2023

Kveðja til Grindvíkinga

Ísafjarðarbær sendir fyrir hönd íbúa hlýjar kveðjur til Grindvíkinga sem hafa þurft að rýma hús sín. Hugur okkar er hjá íbúum í Grindavík og tekur Ísafjarðarbær vel á móti þeim ef einhver vilja leita vestur. Íbúar í Ísafjarðarbæ sem geta boðið upp á húsnæði á meðan rýmingu stendur eru hvattir til að skrá sig á lista Rauða krossins yfir boð um húsnæði til Grindvíkinga.
Lesa fréttina Kveðja til Grindvíkinga
Er hægt að bæta efnið á síðunni?