Nýr starfsmaður þjónustumiðstöðvar/áhaldahúss á Þingeyri
06.11.2025
Fréttir
Ísafjarðarbær hefur ráðið Karl Andrés Bjarnason til starfa við þjónustumiðstöð/áhaldahús sveitarfélagsins og verður hann einkum staðsettur á Þingeyri.
Karl sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að tryggja snyrtilegt og öruggt umhverfi í bænum og er íbúum velkomið að hafa samband við hann í síma 895 4597 ef þörf krefur.
Helstu verkefni:
- Almenn umhirða og snyrting á opnum svæðum bæjarins
- Viðhald gatna, stíga og veitna
- Sláttur og hirðing á grænum svæðum
- Eftirlit og umsjón með grenndarstöðvum og ruslatunnum
- Tilfallandi verk og þjónusta við íbúa og starfsfólk bæjarins
Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en tilgangurinn er að bæta enn frekar umhirðu og viðhald og styrkja þjónustu Ísafjarðarbæjar við íbúa.