Samningur um sjúkraflutninga endurnýjaður

Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri HVEST, Elísabet Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs h…
Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri HVEST, Elísabet Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs heilbrigðisstofnunarinnar, Sigríður Júlía bæjarstjóri og Sigurður Arnar Jónsson, slökkviliðsstjóri.

Endurnýjaður samningur milli Ísafjarðarbæjar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða um sjúkraflutninga á svæði heilbrigðisstofnunarinnar var undirritaður þann 4. nóvember síðastliðinn. 

Í samningum er kveðið á um að Ísafjarðarbær skal annast sjúkraflutninga fyrir HVEST á svæði sem nær frá Ísafjarðará í Ísafirði til Dynjandisheiðar í Arnarfirði. Innifalið í því eru sjúkraflutningar til flugvalla á þjónustusvæði og frá þeim. Áætlaður fjöldi sjúkraflutninga eru rúmlega 400 á ári.

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar annast framkvæmd samningsins. Greiðsla nemur 82 milljónum króna á ári en innifalið í þeirri tölu eru 450 sjúkraflutningar. 

Samningurinn gildir til 31. desember 2029 og í honum kemur fram að stefnt er að áframhaldandi samstarfi að samningstíma loknum.