Óskað eftir tilboðum í uppsetningu girðingar á Ísafjarðarhöfn
02.10.2025
Útboð og framkvæmdir
Dagsetning opnunar: 14. október 2025
Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Ísafjarðarhöfn – girðing á lóðarmörkum“.
Um er að ræða smíði og uppsetningu á girðingu á lóðarmörkum, stoðir eru úr galvarniseruðum I-bitum, steyptir í blikkhólka. Klæðning úr standandi lerki eða hitameðhöndlaðri furu.
Helstu stærðir eru:
- Girðing 495 m
- Gröftur fyrir girðingarstaurum 140 stk
- Gröftur í gömlum sorphaugum 440 m³
Verkinu skal vera að fullu lokið 1. apríl 2026.
Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Verkís, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði frá og með 2. október 2025. Þeir sem vilja fá útboðsgögn afhent skulu senda ósk um það á netfangið jbh@verkis.is.
Tilboðin verða opnuð hjá Ísafjarðarbæ í Stjórnsýsluhúsinu, 2. hæð, 14. október 2025 klukkan 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.