Málþing um gerð nýrrar forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar

Miðvikudaginn 10. september 2025 fer fram málþing um gerð nýrrar forvarnarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ. Málþingið hefst kl. 13 í fundarsal á fjórðu hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og er öllum opið.

Dagskrá

Kynnir: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, forstöðumaður Vestfjarðastofu

Ávarp: Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar

Fyrirlestrar:

  • Inga Dóra Sigfúsdóttir – Rannsóknir og greining.
  • Jenný Ingudóttir – Landlæknisembættið
  • Jenný Kristín Valberg – Bjarkarhlíð
  • Grímur Atlason – Geðhjálp

Kaffihlé, 15 mínútur

Hópavinna, 40 mínútur

Að hópavinnu lokinni kynna fulltrúar velferðarnefndar niðurstöður hópanna. Að því loknu verður málþinginu slitið.