Evrópska samgönguvikan 16.-22. september
11.09.2025
Fréttir
Átakið Evrópsk samgönguvika stendur yfir dagana 16.-22. september. Markmið átaksins er að hvetja fólk til að velja vistvænni samgöngumáta, svo sem göngu, hjólreiðar og almenningssamgöngur, í stað einkabílsins.
Í tilefni af þessu verður frítt í strætisvagna Ísafjarðarbæjar á meðan á átakinu stendur.
Þá eru íbúar að sjálfsögðu hvattir til að halda áfram að vera duglegir að nota hjólin, hlaupahjólin, línuskautana, hjólabrettin eða tvo jafnfljóta til að koma sér á milli staða í þéttbýli.