Breyting á aðalskipulagi vegna stækkunar Réttarholtskirkjugarðs: Auglýsing um niðurstöðu
08.09.2025
Fréttir
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar, í sumarleyfi bæjarstjórnar, samþykkti þann 7. júlí 2025 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2010, vegna stækkunar og uppbyggingar kirkjugarðs í Réttarholti í Engidal, Skutulsfirði. Tillagan var auglýst frá og með 6. maí 2025 til og með 19. júní 2025
Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Gögn málsins eru í Skipulagsgátt.
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar